Leikreglur 2024

Allir sem skrá sig til leiks fyrir miðnætti 31. ágúst eiga möguleika á að vinna aðalvinninginn.

Hver keppni eru 10 spurningar.

Hver spurning getur gefið allt að 1.000 stig en því hraðar sem þú svarar því fleiri stig færðu. Ef þú svarar rangt færðu 0 stig og einnig ef tíminn rennur út áður en þú nærð að svara.

Til þess að verða Regluvörður þarftu að fá að minnsta kosti 5.000 stig og því er um að gera að vanda sig þótt að kappið geti verið mikið.

Allar upplýsingar eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.

Með því að spila golfleik Varðar heimilar þú notkun netfangs í markaðslegum tilgangi. Vörður hefur lögmæta hagsmuni af því að vinna persónuupplýsingar vegna markaðssetningar á vörum og þjónustu. Vinnslan byggist því á lögmætum hagsmunum Varðar, sbr. vinnsluheimild í 6. tl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Sjá nánari upplýsingar um persónuvernd þína í persónuverndaryfirlýsingu Varðar.