Golfvernd er sérsniðin trygging fyrir kylfinga og gildir fyrir alla á heimilinu.
Tryggir vátryggðan fyrir þeirri skaðabótaskyldu sem hann getur bakað sér samkvæmt íslenskum lögum við golfiðkun.
Tryggir golfbúnað vátryggðs fyrir utanaðkomandi atvikum og þjófnaði.
Tryggir vátryggðan fyrir tjóni á mönnum og munum sem hann veldur öðrum án skaðabótaskyldu.
Tryggir vátryggðan fyrir slysum við golfiðkun og innifelur dagpeninga, örorku- og dánarbætur.
Endurgreiðir vátryggðum árgjald í golfklúbb þegar vátryggður verður ófær með öllu að spila golf vegna veikinda eða slyss.
Gerir leikmanni kleift að gera vel við meðspilara sína fari hann holu í höggi.
Endurgreiðir kostnað vegna leigu á golfbúnaði ef tafir verða á að golfbúnaður vátryggðs skili sér.
Vátryggir vátryggðan fyrir því tjóni sem hann verður fyrir fari golfbolti í bifreið hans.